Hagaborgarvísur
Í Hagaborg er býsna gott um bleiudaga
Smáir greikka glæný skrefin
Gleyma sér og dett´á nefin
Þá er gott að gráta smá í góðu fangi
Ef að veröld víðsjál ruggar
Vinarþelið barnið huggar
Ærslabelgir ólmast seinna upp á hólnum
Öruggir í öllu fasi
Ekki von að nokkur hrasi
Sumardagar dásamlegir duga varla
Börnin fjörug hlaup´og hoppa
Hreyfingin má ekki stoppa
Inniveran verður þó er vetur kallar
Bakar einn og byggir annar
Bókaormur stafi kannar
Reynist svo ef reyndir leggja rækt við börnin
Á sjötta ári flestir fróðir og feikilega vinir góðir
Í Melaskólann margir fara menntaveginn
Héðan arka prúðir piltar og pótintátur allvel stilltar.
Máske útí Melaskóla milli anna
Hljótt þau láti hugann reika:
Í Hagaborg var gott að leika.
Ási