Kæru foreldrar og forráðamenn,
Þessi vika sem nú er að enda hefur verið sérstaklega köld en við höfum ekki látið það á okkur fá og höfum bara klætt okkur vel og haldið okkar striki. Í Leikur að læra þessa viku fórum við í mjög skemmtilega þrautabraut með Þóru auk þess sem stafurinn F f var lagður inn. Við erum á kafi í vatnsþemanu okkar þessa dagana í hópastarfinu. Lundar og Lóur notuðu tímann í að mála með vatnslitum á meðan Kríur bjuggu til pappírsbáta og gerðu tilraunir með þá í vatni. Við erum að syngja allskonar lög um vatn þessa dagana auk þess að æfa þorralögin fyrir þorrablótið okkar í næstu viku. Við óskum ykkur góðrar helgar og þökkum fyrir ánægjulega viku að vanda
Dear parents and guardians,
This week has been exceptionally cold but we have just dressed warm and enjoyed the weather. We had a fun time tackling an obstacle course with Þóra in this week‘s Play to Learn More session, alongside learning about the letter F f. We are up to our knees with our watertheme this week. Lóuhópur and Lundahópur did some watercolour art while Kríuhópur made paperboats and tested them on water. These days we are singing songs about all kinds of water and songs connected to the old month of Þorri that we will sing at our þorri celebration, Þorrablót, next week. We wish you a great weekend and thank you all for an enjoyable week as usual.
- The teachers of Fuglaland
Kæru foreldrar og forráðamenn.
Nú höfum við farið yfir tillögur barnanna að nýju þemaverkefni og fyrir valinuvarð þema um vatnið, s.s. vatnsþema. Við hófum leikinn í hópastarfi á miðvikudaginn og líklega munum við halda áfram með þetta þema næstu tvær vikurnar. Allir hóparnir fóru í hugmyndavinnu um hvað hægt væri að gera í vatnsþema oghætt er að segja að ýmsar skemmtilegar og frumlegar hugmyndirkomu fram hjá þessum litlu snillingum, t.d. hafa vatnsrennibraut, skoða skip, skoða styttur sem spýta vatni o..fl. Á fimmtudaginn fórum við síðan í Þjóðminjasafnið í frekar miklu vatnsveðri og skoðuðum eitt og annað áhugavert.
Dear parents and guardians,
After going over the children‘s suggestions for a new theme, we have selected to have a theme on water. We began on Wednesday and will keep going for about two weeks. All the groups had a brainstorming session and came up with brilliant ideas on what to do during the water theme, such as making a water slide, look at the ships in the harbour and water fountain statues.b On Thursday we took a trip to the National Museum of Iceland to have a look at the exhibition.
Góða helgi / Have a good weekend!
-Starfsfólk Fuglalands
Kæru foreldrar og forráðamenn
Við viljum byrja á að óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs og þökkum fyrir það
gamla. Það var yndislegt að mæta til vinnu og hitta krakkana aftur eftir langt og
gott jólafrí, það var greinilegt að þau höfðu notið þessara daga í fríi. Við höfum
kvatt jólin í rólegheitum en gerðum þó heiðarlega tilraun til að dansa vikivaka og
syngja Ólaf Liljurós á þrettándanum. Í vikunni háðu síðan bækur og vasaljós
kosningabaráttu þar sem vasaljósin höfðu betur með 21 atkvæði á móti 5
atkvæðum bóka. Það var síðan mikið fjör og gaman á föstudaginn þegar allir mættu með vasaljósin. Góða helgi.
- Starfsfólk Fuglalands
Fornhagi 8, 107 Reykjavík
411-3670
hagaborg@rvkskolar.is
Sendu okkur póst
Innskráning