Síða 4 af 7
Samvera
Án annarra væri maður harla lítilfjörlegur. Samvera nefnist sú stund sem börn og fullorðinn eiga saman og er þá einatt spjallað, lesið, sungið eða sagðar sögur. Bækur eru ávallt aufúsugestir í Hagaborg og ekki hvað síst vegna þeirrar gleði sem sögur veita, en einnig vegna styrkingar orðaforða og málskilnings. Söngur skapar mikla samkennd og notalega nærveru, en síðast en ekki síst hefur sagnamenning lengi blómstrað í Hagaborg. Víða í starfsmannahópnum leynast botnlausar söguskjóður. Í sagnaheimi sameinast börn og fullorðinn og skapa andartak sem er þeirra og engra annarra.