Krílaland 15.sept. 2017

Ritað 19.09.2017.

IMG 0837 1

Sæl öll,
Í vikunni byrjuðum við með hópastarf þar sem börnin vatnslituðu, kubbuðu og fóru í könnunarleik. Það var áhugavert að sjá þau saman í litlum hópum og mynduðust oft bæði góðar samræður og leikir. Þá höfum við einnig byrjað að vinna meira með „Leikur að læra“ bæði í sal og í samveru. Á miðvikudaginn kom svo Blær í heimsókn með litlu hjálparbangsana sína en saman tákna þeir samfélag vináttu. Hvert og eitt fékk sinn litla bangsa sem þau munu eiga hér í Hagaborg meðan þau dvelja hér. Við munum ræða um vini og vináttu við þau reglulega í allan vetur.
Við munum halda áfram með hópastarfið í næstu viku og verður það á svipuðum nótum út þennan mánuð.
Á mánudaginn byrjar svo Helga María á Krílalandi og bjóðum við hana hjartanlega velkomna.
Minnum svo á Facebook síðuna okkar: Krílaland 2017-2018.
Góða helgi,
Erna, Laura, Birna Ósk og Sindri

Fuglaland 12.maí 2017

Ritað 12.05.2017.

Fuglaland 5.maí2017

Ritað 12.05.2017.