Fréttir frá Putalandi

Meiri útivera framundan

Ritað 11.05.2015.

Putar í hengiróluNú er langt síðan að síðasti pistill kom út og hefur margt á daga okkar drifið síðan þá. Síðustu tvær vikur hefur sólin skinið skært á okkur og höfum við nýtt okkur það og verið mikið úti við. Það er þó enn mjög kalt í lofti þrátt fyrir sólina en við höfum ekki látið það stoppa okkur.  Þið megið endilega fara að bæta við buffum og léttari fötum í pokana en leyfa samt vetrarfötunum að vera eitthvað áfram líka. Börnin fóru í síðustu KR ferðina síðasta þriðjudag og léku þar í köðlum og með bolta. KR byrjar aftur í haust og það sama á við um annað skipulagt starf. Útiveran verður í fyrirrúmi í sumar og stefnum við á að fara að kíkja meira á nærumhverfið okkar í vettvangsferðum og brydda uppi á nýjungum úti við. Í gærmorgun skelltum við okkur í vettvangsferð og kíktum í leikgarðinn hennar Stebbu á Hringbrautinni. Í honum voru mörg spennandi leiktæki  og ríkti mikil gleði í hópnum að prófa allt þar sem þar var í boði.

Með bestu kveðjum til ykkar allra,

Bryndís, Stebba, Dagný, Hera og Berglind.

Allt í rútínu

Ritað 26.03.2015.

Vikan sem er að líða hefur verið hefðbundin á Putalandi. Það var opið á milli deilda á mánudag og á þriðjudag fórum við í KR með eldri börnin. Börnin njóta sín í leik og starfsfólkinu líður vel. Nú fer að styttast í að Bryndís deildarstjóri komi aftur til starfa en hún mun mögulega snúa aftur í næstu viku. Þá fer Elsa inn á Krílaland í fullt starf.

Með bestu kveðjum til ykkar allra,

Bryndís, Stebba, Dagný, Elsa, Hera og Berglind.

Afmæli

Ritað 16.03.2015.

Ari SteinarÞað hefur verið nóg að gera  á Putalandi þessa vikuna. Brúðusýningin um Einar Áskel sló í gegn og vakti mikla lukku á meðal barnanna. Á þriðjudaginn fórum við ekki í KR vegna manneklu en skemmtum okkur bara heima í staðinn. Seinnipartinn var svo fjölskyldufjör á deildinni sem gekk mjög vel þrátt fyrir aftakaveður útivið. Gaman að sjá hve margir mættu. Á miðvikudaginn hélt Ari Steinar upp á afmælið sitt með því að bjóða upp á íspinna. Við óskum honum til hamingju með daginn.

Með bestu kveðjum til ykkar allra,

Bryndís, Stebba, Dagný, Elsa, Hera og Berglind.

 

Breytingar á deildinni

Ritað 09.03.2015.

HrafnkellGVikupistill Putalands 6. mars 2015

Bryndís deildarstjóri er í veikindaleyfi næstu vikurnar. Elsa, starfsmaður í afleysingum, leysir Bryndísi af í hennar veikindum. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang á Putalandi. Hrafnkell G. varð fjögurra ára þann 1. mars og bauð hann okkur upp á frostpinna í nónhressingu. Næsta mánudag byrjar hjá okkur nýr strákur á deildinni en hann heitir Jóhann Smári og er fjögurra ára gamall.

Kveðja,

Bryndís, Stebba, Dagný, Hera og Berglind.

Góð mæting í konukaffið

Ritað 03.03.2015.

KonukaffiVikupistill Putalands 20. febrúar 2015

Við óskum ykkur konum til hamingju með konudaginn og ykkur körlum til lukku með ykkar konur. Konukaffið heppnaðist sérstaklega vel og var gaman að sjá hversu margar sáu sér fært að koma. Við slepptum því að hafa opið á milli deilda á mánudaginn eftir konukaffið og lékum okkur í rólegheitum inni fyrir hádegið en fórum út eftir hvíldina. Í KR á þriðjudeginum var verið að vinna með „leikur að læra„ og áherslan að þessu sinni var á tölustafi. Á miðvikudaginn var leiðindaveður og við vorum því inni en miðvikudagar eru okkar dagar í salnum og nýttum við okkur það vel. Þessa vikuna höfum við verið að lesa bækurnar um Mjallhvíti, Mikka ref og Benedikt búálf og hlusta á Leikhópinn Lottu í hvíldinni.

Bryndís, Stebba, Dagný, Hera og Berglind.