Fréttir frá Krílalandi

Breytingar á dagskipulagi

Ritað 11.05.2015.

Gaman í leik á KrílalandiGleðilegt sumar og takk fyrir veturinn! Nú fer heldur að styttast í annan endann  á hefðbundna starfinu okkar og við taka skemmtileg sumarverkefni.

Þá er maí að genginn í garð. Maí er alltaf viðburðaríkur mánuður í leikskólanum, hefðbundnu starfi lýkur og við höldum bráðum árlega sumarhátíð okkar þar sem börnin geta ásamt foreldrum, systkinum, ömmum, öfum, frænkum, frændum og vinum tekið þátt í gleðinni. Dagsetning verður auglýst þegar nær dregur! Þann 21. maí koma krakkahestar í heimsókn til okkar og krakkarnir fá tækifærið til að fara á hestbak.

Ég vil þakka ykkur sem tókuð þátt í könnuninni – Mat á skólastarfi. Það er okkur afar mikilvægt að fá ykkar mat á skólastarfinu. Ég vil líka koma á framfæri að þið eruð ávallt velkomin í samtal til okkar, bara panta tíma og við finnum hann.

Við viljum benda á að Hagaborg er eini leikskólinn í Reykjavík sem hefur opið í allt sumar. Á vef Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur má finna almennar upplýsingar um sumarfrí barna. Gert er ráð fyrir því að börnin fái 20 virka daga í sumarfrí og munu flutningar milli deilda hefjast um miðjan ágúst.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Bestu kveðjur frá starfsfólki Krílalands,

Tamila, Kjartan, Elsa.

Fjör á Krílalandi

Ritað 26.03.2015.

DaníelVikupistill Krílalands 20. mars 2015

Það er allt á fullu á Krílalandi eins og alltaf og mörg skemmtileg verkefni í gangi. Eitt hefur þó ekki verið skemmtilegt undanfarnar vikur en það er veðrið. Þó allir séu sérlega duglegir að vera úti að leika sér í alls konar veðri, þá er búið að vera ótrúlega erfitt veður og mikil innivera. Við biðjum því foreldra að senda nóg af allskonar fötum til skiptanna. En nú bíðum við vongóð með bros í hjarta eftir að fara að finna vorilm í lofti.

Foreldrafjörið á mánudaginn var mjög vel heppnað og gaman var að sjá hvað margir gátu mætt.

Ferðin á Borgarbókasafnið var á miðvikudaginn og heppnaðist hún vel. Börnin voru dugleg í strætó og á bókasafninu. Svo voru þau sérstaklega dugleg að ganga um miðbæinn.

Vikan endaði á sólmyrkvanum og afmælinu hans Daníels okkar sem er nú orðin 4 ára. Til hamingju Daníel!!

Í næstu viku mun Tamila vera frá vegna námsleyfis og Elsa mun vera að leysa hana af á meðan.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Bestu kveðjur frá starfsfólki Krílalands,

Tamila, Kjartan, Alma.

Góð þátttaka í „Leikur að læra“

Ritað 16.03.2015.

Katrín Björg Helena og Víðir SmáriÍ vikunni hefur gangið vel að æfa tölustafina og foreldrar hafa verið duglegir að taka þátt í „Leikur að læra" verkefnum sem staðsett eru í fataklefanum. Takk fyrir!

Brúðuleikhús um Einar Áskel var uppi í sal á mánudag. Það var gaman og sérstaklega spennandi að Mummi kom með bók um Einar Áskel sama dag, en bókin fjallaði um það sama og leikritið fjallaði um.

Veðrið hefur leikið á okkur grátt einu sinni enn en það er ekki ástæða til að hætta að skemmta sér. Því miður urðum við að fresta ferðinni á Borgarbókasafnið en vonandi getum við farið í næstu viku.

Við minnum á foreldrafjör sem verður haldið mánudaginn 16. mars.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Bestu kveðjur frá starfsfólki Krílalands,  Tamila, Kjartan, Alma.

Tölustafirnir

Ritað 09.03.2015.

Kríli í leikVikupistill Krílalands 6. mars 2015

Lífið gengur sinn vanagang hér á Krílaland, nóg af verkefnum og hrikalega skemmtilegt að vera til. Við erum byrjuð að æfa tölustafina. Kennsluaðferðirnar eru hugsaðar fyrir yngstu börn sem eru að læra tölustafina 1–10 og t.d. erum við að nýta okkur vefinn nams.is sem hentar einkar vel fyrir þá sem þurfa mikla endurtekningu. Vefurinn skiptist í nokkra leiki þar sem lögð er áhersla á að kenna börnunum heiti talnanna 1–10 (http://vefir.nams.is/lettstae/) . Verðum að hafa í huga að börn læra að reikna með því að fást við sérstaklega valdar þrautir (orðadæmi) og hafa ávallt við höndina viðeigandi kennslugögn.

Hér eru tvær æfingar fyrir tveggja - þriggja ára börn sem gætu nýst heima:

-Börnin telja leikföng eða t.d. rúsínur þegar þau eru einsömul eða með öðrum börnum.

-Börn og foreldrar telja saman, syngja um fjölda og nota tölur sem tákn, t.d. fyrir alla meðlimi fjölskyldunnar.

Talnaskilningur mótast á aldrinum 2 til 8 ára!

Samstarf og samskipti við foreldra er mikilvægur þáttur í starfi stofnunar eins og leikskóla. Við höfum það sameiginlega markmið að börnunum líði vel, séu örugg og fái notið sín á eigin forsendum. Í leikskólanum ber okkur að rækta alhliða þroska barnsins, efla alla þroskaþættina og örva samspil þeirra.

Mánudaginn 9. mars verður Einar Áskell brúðuleikhús kl. 14 uppi í sal og því væri vera gaman að fá öll börnin með á þeim tíma.

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Bestu kveðjur frá starfsfólki Krílalands,  Tamila, Kjartan, Alma.

Afmæli og konukaffi

Ritað 03.03.2015.

Mummi 3 áraVikupistill Krílalands 20. febrúar 2015

Lífið gengur sinn vanagang hér á Krílalandi, nóg af verkefnum og hrikalega gaman að vera til. Á næstunni mun foreldrafélagið standa fyrir fjölskyldufjöri hér á deildinni og verður það án efa eftirminnilegt. Mummi okkar var svo góður að bjóða okkur ávexti í tilefni af þriggja ára afmæli sínu. Allir voru mjög ánægðir með það. Til hamingju Mummi! Konukaffið gekk rosalega vel og viljum við þakka fyrir góða mætingu.

 

 

Takk fyrir vikuna og góða helgi.

Bestu kveðjur frá starfsfólki Krílalands,  Tamila, Kjartan, Alma og Elsa.