Fréttir frá Fuglalandi

Afmæli og vettvangsferð

Ritað 11.05.2015.

Elísa í MosfellsbæVikan byrjaði á afmæli og endaði á afmæli. Fyrst var það Ísak sem varð sex ára þann 1. maí og svo á Pétur Orri afmæli í dag. Einnig átti Kári Arnarson afmæli þann 28. apríl en föstudagspistillinn féll niður í síðustu viku vegna 1. maí. Þessa viku hefur veðrið verið að leika við okkur og höfum við því notað tímann vel til útiveru. Í vikunni eignaðist Hagaborg einnig fótboltamörk sem strákarnir á Fuglalandi hafa verið sérstaklega duglegir að nýta sér.

Síðasti KR tími þessa vetrar var núna í vikunni. Við kvöddum KR með frjálsum tíma þar sem farið var í fótbolta og ýmsa leiki og endað á leikjum með fallhlíf. Einnig hefur Leikur að læra starfið sem fram hefur farið þennan vetur formlega runnið sitt skeið þó að við munum að sjálfsögðu halda áfram að nýta þær aðferðir í daglegu starfi.

Á miðvikudaginn bauð pabbi hennar Svandísar okkur í heimsókn í Sundlaugina í Mosfellsbæ þar sem við áttum frábæran dag. Við fórum þangað með strætó og vorum við svo heppin að Vivi bættist í hópinn þann daginn. Þar fengum við að prófa ýmiskonar hljóðfæri, grilluðum pylsur og lékum okkur í góða veðrinu. Það voru því margir þreyttir Fugllendingar sem fengu sér blund í strætó á leiðinni til baka.

Í dag býður Pétur okkur svo í afmælið sitt og munum við ganga saman þangað í dag og eiga þar góða stund.

Góða helgi,

María, Vivi, Erna, Rakel og Tryggvi.

Selið, Harpan og sólmyrkvinn :)

Ritað 26.03.2015.

Katrín Eva og SölviVið heimsóttum Selið (frístundaheimilið við Melaskóla) á mánudaginn. Þar fengu börnin  nasasjón af því sem koma skal næsta haust og það var mikið fjör.

Á miðvikudaginn fórum við með rútu í Hörpu og sáum Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja Maximús Músíkús. Ferðin gekk mjög vel og ekki laust við að sumum þætti skemmtilegra í rútunni en á sýningunni. J Á fimmtudeginum áttu tvö börn afmæli þau Katrín Eva og Sölvi. Katrín bauð okkur upp á ís en því miður þá var Sölvi veikur þann daginn.

Mikil spenna var síðan á föstudagsmorgun þegar sólmyrkvinn var. Við þökkum Svenna, pabba Sigga, kærlega fyrir að hafa gert okkur kleift að upplifa þennan atburð. Allir fengu gleraugu og við höfðum gott útsýni af hólnum í garðinum okkar og það var virkilega gaman að fylgjast með börnunum taka andköf af undrun og gleði.

Góða helgi, María, Vivi, Rakel og Tryggvi.

Fuglaþema, Selið og Harpan

Ritað 16.03.2015.

SkarphéðinnÞað var mjög gaman hjá okkur á mánudaginn þegar brúðusýningin Einar Áskell var sýnd í salnum. Við fórum út fyrir hádegi þann dag og í fyrsta skipti á þessu ári þá skiluðum við úti eftir kaffi. Það kyngdi niður jólasnjónum og veðrið var yndislegt og börnin nutu sín vel úti. Þó veðrið leiki okkur grátt þessa dagana þá höfum við verið dugleg að fara út og börnunum finnst það spennandi að vera úti í rokinu.

Skarphéðinn átti afmæli á mánudaginn og hélt veislu eftir kaffitímann.

Við byrjuðum með fuglaþema í vikunni og krakkarnir eru mjög áhugasamir í þessu verkefni. Það er komið fullt af skemmtilegum hlutum á þemaborðið og við höfum verið að fræðast um fugla og föndrað heilmikið í þessari viku. Dúfuhópur fór með Tryggva í fuglaskoðun á fimmtudaginn  og tóku þau mjög skemmtilegar myndir í þeirri ferð.

Á föstudaginn viðraði varla til útiveru en við hlupum þá fyrsta Hagaborgarhlaup ársins og það var mikið stuð, þegar inn var komið fengu þau svo að horfa á myndina Fuglastríð í Lumbruskógi.

Í næstu viku er börnunum á Fuglalandi boðið í tvær heimsóknir. Á mánudag kl. 11 er þeim boðið í Selið í Melaskóla og á miðvikudag kl. 11 er þeim boðið í Hörpuna að sjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Góða helgi,  María, Vivi, Rakel, Tryggvi og Olga.

 

Nýtt þema í næstu viku

Ritað 09.03.2015.

Matthildur EyglóVikupistill 6. mars 2015

Nú er enn ein óveðursvikan að baki en þrátt fyrir það eru allir sælir og glaðir á Fuglalandi og hafa ekki látið óveðrið koma í veg fyrir útiveru.  Enn höfum við þó ekki komist á Þjóðminjasafnið en höfum þó í hyggju að grípa tækifærið þegar gefst.

Salartíminn á mánudag  fór í leikur að læra verkefni og svo var einnig háttað með KR tímann á þriðjudag.

Í þessari viku hefur verið mikið um skapandi starf og rólega leiki. Börnin hafa verið að gera origami, batikmyndir, óróa , vatnslita o.fl.

Olga (leikskólakennaranemi) er komin til okkar aftur og verður hjá okkur í næstu viku líka. Við höfum ákveðið að byrja með fuglaþema í næstu viku. Hugmyndin að fuglaþema kemur frá einum snáðanum á deildinni og svo heppilega vildi til að það passaði mjög vel við það verkefni sem Olga á að leggja inn í náminu. Ef þið eigið eitthvað heima sem tengist fuglum þá er það vel þegið á þemaborðið.

 

Góða helgi,

María, Vivi, Rakel, Tryggvi og Olga

Skemmtilegasti dagur lífs míns

Ritað 03.03.2015.

Fuglar í veðrinuVikupistill Fuglalands 20. febrúar 2015

Kæru foreldrar, eins og öllum er kunnugt þá hefur þessi vika einkennst af óveðri og ófærð og af þeim sökum höfum við ekki enn komist með krakkana á þjóðminjasafnið eins og áætlað hafði verið. Einnig hafa veikindi hjá starfsfólki komið að sök. Við erum ekkert á því að gefast upp og höfum ákveðið að grípa tækifærið þegar það gefst og vonandi verður það í næstu viku. Víkingaþemað hefur verið að fjara út en þegar við förum á Þjóðminjasafnið þá höldum við upp á formleg lok Víkingaþemans.

Annars voru mánudagur og þriðjudagur hefðbundnir þ.e. salartími á mánudeginum og KR á þriðjudeginum. Á miðvikudaginn létum við ekki veðrið aftra okkur í að fara út. Börnin ásamt Tryggva og Rakel byggðu ótal snjókarla og snjóhús og einhver hafði á orði að þetta væri skemmtilegasti dagur lífs síns!

Í þessari viku höfum við verið að lesa bókina „Pési grallaraspói og Mangi vinur hans“ eftir Ole Lund Kirkegaard og stafurinn sem var lagður inn var „E e“.

Haldið var upp á afmæli Matthildar Eyglóar á föstudaginn.

Elín Ylfa og Matthildur afmælisstelpa

Góða helgi,

María, Vivi, Rakel og Tryggvi.