Fréttir frá Fiskalandi

Meiri útivera framundan

Ritað 11.05.2015.

Ofurriddarar á FiskalandiLeikur að  læra verkefnið okkar hér á Fiskalandi er greinilega að virka vel og hafa krakkarnir haft gaman af því. Börnin voru látin gera verkefni  hjá Þóru í upphafi þróunarverkefnisins og svo aftur núna fimm mánuðum seinna. Það eru greinilegar framfarir bæði í bókstöfunum og líkamlegu atgervi þar sem við sjáum þau hoppa í tíma og ótíma. Og  þótt að þau hafi ekki alltaf gert verkefnið í fataklefanum þá höfum við séð að þeim þykir þetta spennandi og skemmtilegt. Það skiptir öllu máli í þessu að þau hafi gaman af.  Þóra skrapp til Spánar að læra meira og meira, meira í dag en í gær.  Skoðaðir voru tveir skólar og  ýmsar hugmyndir vakna sem hægt er að nota hér.

Við fögnum því að geta verið meira úti núna og njóta sólarinnar og finna birtu og yl því þau hlaupa mikið um garðinn, hoppandi og skoppandi. Hagaborgarhlaupið hefst svo núna í maí, þá er hlaupið á hverjum föstudegi hringinn í kringum Hagaborg og dansað og sungið einnig.

Við óskum ykkur gleðilegs sumar!

Góða helgi,

Þóra, Ingibjörg, Telma og Hófí.

 

Þegar tennurnar hverfa ein og ein....

Ritað 26.03.2015.

Fiskar að drullumallaÁ Fiskalandi var verið að ræða mikið um sætindi og gotterí eftir að hafa hlustað á Glám og Skrám í Sælgætislandi.  Það var niðurstaðan hjá okkur að smá gotterí er allt í lagi stundum ef  maður man bara eftir því að bursta tennurnar vel svo við endum ekki tannlaus eins og kóngsinn í Sælgætislandi. Við erum nú svo heppin að vera búin að fá hana Telmu á Fiskaland í fullt starf en hún er tannlæknanemi sem ætlar að taka sér frí frá námi fram að hausti  og vera með okkur.  Það var mikið fjör á þriðjudaginn þegar sólin skein og veðrið sýndi sína bestu hlið og allir gátu verið úti. Annars hafa þau verið dugleg að leika sér og er gaman að segja frá því að frá því að leiksýningin um Einar Áskel var sýnd hér um daginn hafa þau sjálf sett upp hinar ýmsu sýningar á hinum ýmsum verkum. Mars mánuður er stór afmælismánuður og verður hann Elmar okkar 5 ára á morgun laugardag.

Góða helgi,

Þóra, Ingibjörg, Telma og Hófí

Nýr starfsmaður á deildinni

Ritað 16.03.2015.

HrafnhildurVikupistill Fiskalands 13. mars 2015

Telma er nýr kennari á Fiskalandi og bjóðum við hana velkomna. Hún ætlar að vera hjá okkur í fullu starfi. Hófí hefur verið í fríi núna í viku en kemur til með að vera áfram hjá okkur eftir hádegi.  Á mánudaginn var brúðuleiksýning á Einari Áskeli upp í sal sem hann Bernt setti upp og stýrði á svo skemmtilegan hátt.  Börnin skemmtu sér svo vel og hlógu mikið að það var bara unun að fylgjast með þeim. Við vonum að þið hafið fengið góða lýsingu á sýningunni heima.  Börnin á Fiskalandi fóru ekki í KR á þriðjudag vegna manneklu á deildinni en léku sér bara vel úti.  Við höfum nú fært einingakubbana inn í kósýkrók þar sem hægt er að byggja og skapa ýmislegt.  Núna þarf ekki að taka það saman öllum til mikillar gleði. Dúkkukrókurinn er nú búinn að vera inn í innri stofu síðan um áramótin og kemur það vel út, öll stofan er notuð í leiknum og fleiri geta tekið þátt. Það er svo gaman að fylgjast með og bæði stelpur og strákar í bland sækjast eftir því að leika þar. Svo er stundum gaman að taka því rólega og hefur verið mikið perlað eins og sjá má upp í netinu okkar en þar má finna ýmsa furðufiska.

Góða helgi,

Þóra, Ingibjörg, Telma og Hófí.

Afmælisveislur

Ritað 09.03.2015.


VilliVikupistill Fiskalands 6. mars 2015

Brynja Lovísa byrjaði hjá okkur á Fiskalandi í þessari viku, hún kemur frá Noregi þar sem hún býr og ætlar að vera í tvo mánuði í leikskólanum. Börnin tóku öll svo vel á móti henni, hún er svo velkomin í hópinn og það er eins og hún hafi alltaf verið hjá okkur. Á þriðjudaginn löbbuðum við í hálkunni út í KR þar sem sett var upp stór braut og skemmtu krakkarnir sér mjög vel. Það vinsælasta var að sveifla sér í köðlunum eða príla upp á kistuna og stökkva niður.  Það hefur verið leiðinda veður en við látum það ekki á okkur fá. Við fórum út fyrir hádegi á miðvikudag en lékum okkur bara inni allan fimmtudaginn enda eigum við salinn og þar er alltaf mikið fjör. Við fórum í stopp dans og finna stafi og dönsuðum við tónlistina enda margir ef ekki allir krakkarnir sem eru svo með taktinn J og kunna að hreyfa sig.

Villi hélt upp á afmælið sitt á þriðjudaginn en hann varð 5 ára þann 1. mars.

Anna Lára

Góða helgi,

Þóra, Ingibjörg, Evelyn og Hófí.

Fjör í KR

Ritað 03.03.2015.

Vigdís í Leikur að læraVikupistill Fiskalands 20. febrúar 2015

Það verður að byrja þennan pistil á að segja ykkur hvað gekk vel  í síðustu viku með bolludag, sprengi- og öskudag.  Það voru svo mismunandi útfærslur á búningum alveg frá náttfötum og upp í grímuklædda ofurkalla. Flakkað var á milli deilda og leikið sér, sungið og trallað í salnum. Fimmtudagurinn og föstudagurinn voru rólegustu dagar sem við höfum upplifað þó það vantaði kennara, Ingibjörg okkar var lasin og ástand var í húsinu en allt gekk vel börnin ykkar eru svo frábær. Þessi vika hefur einkennst af leiðinda veðri og lítið hægt að vera úti að njóta sín nema á fimmtudaginn kíkti sólin á okkur og við finnum okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera.  Við höldum áfram með „Leikur að læra" og vorum við bæði í KR og salnum á fimmtudag að leika okkur með tölustafi og bókstafina.  Tryggvi kom á miðvikudaginn og var með söngstund sem er alltaf skemmtilegt. Anna Lára okkar á afmæli í dag, hún er 5 ára og óskum við henni til hamingju með afmælið

Góða helgi,

Þóra, Ingibjörg, Evelyn og Hófí.