Deildir

Hagaborg er 5 deilda leikskóli. Deildirnar eru aldursskiptar, en nokkuð breytilegt er milli ára hve gömul börnin eru á hverri deild. Á elstu deildunum, Fiskalandi og Fuglalandi, hafa að jafnaði verið tveir elstu árgangarnir. Hve ung börnin koma í leikskólann fer eftir ásókn, en eldri hafa forgang umfram yngri. Yngri börnin hafa að jafnaði verið á Krílalandi og Álfalandi,  en á Putalandi eru börnin á "miðjum aldri". Þess vegna getur komið fyrir að börnin skipti tvisvar um deild á leikskóladvölinni, en sum fara beint af Álfa- eða Krílalandi  á aðra tveggja eldri deildanna.