Greiðslur í foreldrasjóð

Ritað 24.11.2014.

Á fundi foreldrafélagsins í október var ákveðið að rukka inn fyrir greiðslur í foreldrafélagið í gegnum heimabanka og munu greiðsluseðlar fyrir vorönnina 2014 birtast þar fljótlega. Litið fé er í foreldrasjóðnum þar sem ekkert hefur verið greitt í hann frá því í fyrra. Þessi sjóður stendur straum af til dæmis leikritum, jólasveini, rútuferðum og fleira. Það væri því gott ef sem flestir myndu greiða þetta sem allra fyrst.

 

 

Arfinn reyttur, hoppað og grillað á Hagaborg

Ritað 27.05.2010.

Björn Darri í garðverkunumÍ gær stóð foreldrafélag Hagaborgar fyrir sumarhreinsunarhátíð. Foreldrar mættu með góða skapið og eitthvað af garðverkfærum. Hver deild fékk úthlutað ákveðnu svæði til að hreinsa. Gaman var að sjá börn og fullorðna taka höndum saman og gera garðinn  fínan. Foreldrafélagið bauð upp á hoppukastala og vakti hann geysimikla lukku. Foreldrar komu með pylsur og brauð og voru tveir galvaskir feður sem stóðu við grillið. Hópmyndtaka var af börnum og foreldum og á eftir stjórnaði Svava María fjöldasöng. Veðrið var eins og best varð á kosið og voru allir glaðir og kátir í lok hátíðarinnar. Myndir frá hátíðinni má sjá á myndasvæðinu undir sameiginlegum myndum.

Sumarhátíð Hagaborgar

Ritað 08.06.2009.

Fyrirhugað er að halda hina árlegu vor/sumarhátíð Hagaborgar mánudaginn 15. júní kl. 16:00 ef veður leyfir. Ef útlit verður fyrir mikla vætu munum við senda tilkynningu um breytta tímasetningu í tæka tíð.

Hátíðin felst í því að við hittumst eftir leikskóla með börnunum okkar, tökum til hendinni og fegrum umhverfið á lóðinni.  Börnin fá auðvitað að láta til sín taka líka, og úr verður skemmtileg samverustund. 

Á eftir grillum við saman og eigum notalega stund.  Hver og einn er beðinn um að koma með pylsur, pylsubrauð og drykkjarföng fyrir sig og sína en Hagaborg skaffar grill og meðlæti með pylsunum.

Þó að um hátíð sé að ræða, þá passar ekki að mæta í sínu fínast pússi.  Hér duga bara vinnuhanskar og verkfæri og eru allir beðnir um að koma með slíkt með sér eins og hægt er. 

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta, fagna sumrinu og gera ljómandi fallegt fyrir 17. júní!

Fyrir hönd foreldrafélags Hagaborgar,
Sigrún Dóra Sævinsdóttir